Hugi Þórðarson

Tónleikar

Lék á píanó á djasstónleikum í fyrrakvöld í fyrsta skipti síðan... - tjah, man ekki hvenær. En það var snilld. Það jafnast ekkert á við að vera á sviði og spjalla djass við aðra tónlistarmenn.

En ég sver það, ég er að spila með börnum í þessari hljómsveit. Útdráttur úr kynningum kvöldsins:

Bassaleikari (skælbrosandi): ...en þið eruð eflaust að spá í aldursmuninn á okkur...

Hugi: Nei, það eru þau ekki að gera...

Bassaleikari: ... ég er sautján ára, en sólóistinn í næsta lagi, Hugi Þórðarson, stofnaði fyrirtæki fyrir sjö árum. Og þá kunni ég ekki einu sinni að telja upp í sjö.

Áhorfendur: Ha ha ha o.sfrv.

Hugi: Kanntu það í dag? Girtu þig ungi maður. Og farðu í klippingu. Hippi!

Semsagt: Annar bassaleikari kominn á dauðalistann. Ég þarf að fara að búa til sérstakan lista fyrir bassaleikara (er nú þegar með einn slíkan fyrir trommuleikara).