Hugi Þórðarson

Frábært...

Ég var búinn að ákveða að í kvöld ætlaði ég að yfirgefa þetta líf og fara á betri stað. Þ.e. heim til Neskaupstaðar. En nei, einhver veðurguðinn fékk flogaveikiskast, veðrið gjörsamlega trylltist og ég er fastur á mölinni.

Það verður ný og spennandi upplifun að vera einn yfir jólin, fjarri fjölskyldu og (flestum) vinum. Er kominn í náttbuxurnar og hef ekki í hyggju að fara úr þeim aftur fyrr en á miðvikudag.