Hugi Þórðarson

A Christmas Carol. Styttri útgáfan

Vaknaði í fyrrinótt við að það var bankað á gluggann hjá mér. Sem mér fannst einkennilegt, þar sem ég bý á annarri hæð. Ég tók agúrkusneiðarnar af augunum á mér og leit út um gluggann, en þar sveif alveg einstaklega óaðlaðandi eldri maður með sultardropa á nefbroddinum. Þegar hann sá að ég var vaknaður, ræskti hann sig, fór að baða út höndunum og sagði "úúúúh, bööööh, ég er andi liðinna jóla, nú ætla ég að sýna...".

Ég stóð upp, skellti glugganum, dró fyrir og fór aftur að sofa. Hef ekki tíma fyrir svona rugl.