Hugi Þórðarson

Lágvörur?

Ég hlustaði á útvarpið meðan ég böðlaðist í gegnum snjóinn á leiðinni í vinnuna í morgun og tvisvar heyrði ég auglýsingu frá verslun sem kallaði sig "fjölbreyttustu lágvöruverslunina".

Ég er ekki alveg að fatta. Nákvæmlega hversu lág þarf vara að vera til að vera lágvara? Og hversvegna er eftirsóknarverðara að vera með lágvöru en hávöru?

Dvergar stjórna heiminum.