Hugi Þórðarson

Tvífarinn

Ég var að uppgötva að ég á tvífara. Doppelganger. Sá er tæpum fjörutíu árum eldri en ég og heitir Þórður en gengur undir nafninu "pabbi" í klíkunni sinni. Enn sem komið er veit ég lítið um þennan "pabba"-karakter, nema að hann ku vera búinn afar kröftugum, geislavirkum kynfrumum sem framleiða ljósrit af honum sjálfum.

Ógnvekjandi!

Útsendarar náðu ljósmynd af "pabba" við sína uppáhalds tómstundaiðju - að renna fyrir bröndu á Norðfirði. Hann virðist góðlegur en látið ekki blekkjast. Maðurinn er stórhættulegur.