Hugi Þórðarson

Umsetinn

Fyrir þremur vikum fékk ég mér nýjan síma. Ég flutti ekki símanúmeraskrána úr gamla símanum, en er búinn að vera að bæta fólki í símaskrá nýja símans eftir því sem það hringir eða þegar ég hringi í það - og einvörðungu fólki sem ég veit að ég á eftir að verða í einhverjum samskiptum við.

Núna, eftir þrjár vikur, eru komin 132 símanúmer í nýju símaskrána.

Ég þyrfti að flytja til Indlands og setjast að í einhverri holu í jörðinni þar til að íhuga málin. Það er RUGL að vera í samskiptum við svona margt fólk.