Hugi Þórðarson

Fjör í ræktinni

Gaman að því hvað líkamsræktarstöðin mín tekur á sig hressilegan blæ í janúar, þá fyllist hún af fólki sem berst með sársaukasvip við að særa út jólamatinn með sjálfsmeiðingum.

Hér er mynd af sjóninni sem blasti við mér þegar ég mætti í ræktina síðast. Ef vel er að gáð má sjá Ágústu Johnson sitja í þjálfarastólnum aftast. En hún er einmitt afar lagvís og dugleg að æfa sig á trompetið.