Hugi Þórðarson

I'm not dead yet...

...bara önnum kafinn við að sinna vinnunni, skólanum, vefverðlaununum, SVEF, einkaverkefnunum sem munu gera mig ríkan (peningalega) - og svo kannski pota stöku einkalífi hér og þar. Það er búið að vera alveg endalaust mikið að gera. Þetta rennur samt merkilega þægilega hjá. Trúi því ekki að janúar sé að klárast, ég sver það, það er varla vika síðan ég sat með fjölskyldunni og horfði á fulla Íslendinga skjóta ekki upp flugeldum á gamlárskvöld (þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir).

En já, lífið er semsagt dásamlegt. Finn samt að ég þarf að fara að þamba kaffi aftur, ég er ekki nógu stressaður yfir þessum önnum. Ætli ég sé að verða gamall?