Hugi Þórðarson

Star Wars

Ég er ekki með sjónvarp - og hef ekki verið með í rúm sex ár. En í kvöld greip mig þörf. Djúp. Alvarleg. Þörf. Hún byrjaði djúpt í maganum. Eins og meltingartruflanir. En svo braust þetta fram. Af krafti!

Ég þarf að horfa á Star Wars um helgina. Bara gömlu myndirnar. Vill einhver sem á sjónvarp miskunna sig yfir mig? Ég skal redda poppinu.