Hugi Þórðarson

Smári Geirs - EU - Pólitík

Rosalega hafði ég gaman að því að hlusta á Smára Geirs í hádegisviðtalinu í gær.  Fyrir þá sem hvorki sáuð né heyrðuð - ekki örvænta!  Hérna er snilldin:
http://tinyurl.com/36t3xr
Bara ef ég gæti kosið mann eins og Smára í komandi alþingiskosningum...
 
Besti punkturinn í viðtalinu var þegar Smári vitnaði til þess húllahei sem varð uppi þegar ákveðið var að byggja álver fyrir austan og vestfirðingar lýstu því yfir að vestfirðir skyldu vera stóriðjulaus landshluti.  Umhverfissamtök hoppuðu og skoppuðu af ánægju og héldu því nú fram að nú væri komin grundvöllurinn fyrir fyrirmyndarsamfélaginu og ætluðu þeir nú að sjá til þess að svo yrði.  Og hvað hefur gerst síðan? 
E K K E R T!!!!  EKKI NEITT!  EKKI EITT STARF!  Ekki eitt nýtt fyrirtæki á þeim grunni sem talað var um.  Þetta er alveg frábært dæmi um það sem bíður okkar ef við tökum þessa sjálfsúthrópuðu umhverfisverndarsinna of alvarlega.
 
Einnig er ég sammála Smára í því að uppbygging stóriðju eigi fyrst og fremst að vera byggðamál.  Þess vegna hef ég ekki miklar áhyggjur af því ef stækkun í Hafnarfirði verði hafnað.  Það opnar einfaldlega möguleika annarsstaðar.  Það eina sem ég hef áhyggjur af og hræðist í dag er tröllið undir brúnni og að Vinstri græn komast til valda.
 
...og fyrst maður er nú farinn að fjalla um pólitík - af hverju getur ekki einhver flokkur komið fram og lofað því að hann muni vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið?  Ég vil fá slíkan kost.  Ég myndi meiraðsegja kjósa Framsókn ef þau settu Evrópu á oddinn.  Samfylkingin kemst næst þessu og húrra fyrir þeim.  En meira þarf ef duga skal.  Ég er farinn að sjá eftir því að hafa ekki stofnað Evrópuflokkinn með Huga.
 
...sjáumst aftur eftir 3 mánuði! :)