Hugi Þórðarson

Ráðstefna um árangur í opinberum rekstri

Á miðvikudaginn verður mjög áhugaverð ráðstefna um árangur í opinberum rekstri á Nordica á vegum Capacent.  Sjálfur mun ég þar flytja erindi um það sem við höfum brallað hérna í Umferðarstofunni.  Við erum fyrsta ríkisstofnunin sem notfærir sér stefnumiðað árangursmat sem grundvöll fyrir greiðslu árangurstengdra launa.  Held jafnvel að það sé einfaldlega enginn annar aðili á landinu sem hefur náð að byggja árangurstengdar greiðslur á stefnumiðuðu árangursmati. 
Skora á áhugasama að mæta:
 
http://www.capacent.is/pages/961
 
Annars hef ég mikið verið að halda fyrirlestra og framsögur á fundum, ráðstefnum, uppi í háskóla og hjá fyrirtækjum/stofnunum s.l. 2-3 ár.  Þegar ég er beðinn um slíkt segji ég alltaf já.  Svo er maður undantekningarlaust mjög stressaður fyrir svona framkomur og yfirleitt hefur maður einfaldlega engann tíma fyrir þetta.  Hér með opinbera ég það því fyrir sjálfum mér og öðrum að núna er ég hættur þessari vitleysu.  Héðan frá segji ég nei.  Nú er ég hættur.  NEMA fáránlegar peningafúlgur verði í boði :)