Hugi Þórðarson

Hafnfirðingabrandari

Ótrúlegt alveg hjá Hafnfirðingum að hafna þessari stækkun...  Hér með hafa þeir sjálfir staðfest réttmæti hafnarfjarðarbrandaranna gömlu og góðu.
 
Ég held að hluti fóksins hafi með einhverjum hætti verið að kjósa gegn stóriðju.  Þetta hins vegar mun ekki hafa nein áhrif á virkjanagerð og stóriðjuuppbyggingu.  Einu áhrifin er að fjárhagur Hafnafjarðar versnar til muna frá því sem orðið gat og eitthvað annað sveitarfélag mun njóta þess ávaxtar sem felst í stóriðju-uppbyggingu.  En jæja - það er nú oft sagt að menn eiga það skilið sem menn kjósa yfir sig.  Ég bara þakka fyrir að búa ekki í Hafnarfirði, en hefði ég búið þar þá hefði ég örugglega farið í skaðabótamál við alla sem kusu "Nei" ;)