Hugi Þórðarson

Líf píanónemans

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í djassi, enda djass og sadismi náskyld fyrirbrigði. Já, nýlegar rannsóknir sýna að það er sama heilastöðin sem framleiðir hvorttveggja, en það veltur víst á kynhegðun móður hvort menn velja að kvelja fólk eða hljóðfæri.

Stundum fer þetta saman - markgreifinn Sade var t.d. einn þekktasti djasssemballeikari Frakklands og tók upp fjórar plötur með Miles Davis-kvintettinum áður en hann hóf sólóferilinn.

Og svo er það náttúrulega afkastamesti sadisti sögunnar: Kenny G. Skv. síðustu tölum hefur hann refsað yfir 30% af íbúm hins vestræna heims. Með sópransaxófóni. Geri aðrir betur.

Og svona fara píanótímarnir mínir fram (þeir sem þekkja til kennarans míns, Agnars Más, ættu að skilja þetta. Hef sjaldan á ævinni kynnst meiri skapofsamanni - Atli Húnakóngur hefði litið út eins og Gandhi við hliðina á honum):