Hugi Þórðarson

Red Alert!

Ég settist upp í Blakk um síðustu helgi og skrapp í Þórsmörk ásamt hóp af snillingum og skemmtilegu fólki. Það var auðvitað glampandi sólskin og hiti allan tímann - eins og alltaf allsstaðar sem ég fer. Altént, ég var beðinn af rauðhærðranefnd Brunavarna ríkisins að birta þessa mynd úr ferðinni, öðrum rauðhærðum sem víti til varnaðar.

Takið sérstaklega eftir því að rauði liturinn endar ekki við andlitið á mér, ég hreinlega baða allt mitt nánasta umhverfi rauðum bjarma. Við þurftum ekki einu sinni að kveikja varðeld um kvöldið, ennið á mér sá fyrir bæði hita og birtu. Mjög rómantískt.

Krakkar: Notið sólvörn.

PS: Svona á að beita ljósmyndabrosinu™.