Hugi Þórðarson

Allt best fyrir austan

Meira að segja húsflugurnar á Norðfirði eru fallegri og skapbetri en aðrar húsflugur.

Þetta eintak tyllti sér með okkur við matarborðið í fyrrakvöld og var hin rólegasta. Ég gaf henni dropa af hlynsírópi sem hún át upp til agna, en svo ropaði hún og rölti í rólegheitum upp á handarbakið á Hildi systur (sem tók samstundis ástfóstri við hana). Við reyndum að kenna henni að tala, en það gekk illa, hún bara náði ekki sterkum sögnum og tíðbeygingu.

Svo við slepptum henni. En ég bíð spenntur eftir að frétta hvort hún nær aftur að aðlagast samfélagi húsflugna eða hvort hún á eftir að veslast upp og finnast dauð í einhverjum norskum firði.