Hugi Þórðarson

RUGL

Frá því að ég bloggaði síðast hefur nú margt ruglað gerst í þessu samfélagi.  Hingað til hef ég þó staðist þá freistingu að blogga, en nú gat ég ekki setið á mér.  Hvernig stendur eiginlega á því að þegar velja á bestu íslensku plötu allra tíma, þá get ég m.a. valið á milli tveggja platna frá Mínus, plötu frá Náttúru, frá stórlhljómsveitinni "Týndi hlekkurinn", 200.000 naglbítum, Botnleðju, ásamt öðru rusli.  Ekki var þó hægt að finna pláss fyrir eina einustu plötu með Sálinni - líklega ástsælustu hljómsveit þjóðarinnar s.l. 20 ár.  Mér þykir þetta með öllu óskiljanlegt og þetta gerir umrætt val algjörlega ómarktækt í mínum augum.
 
Þetta er hneyksli.
 
(ekki að mér finnist Sálin eiga bestu plötu ever, en þeir eiga vissulega skilið að vera settir á blað).
 
Svo var það þarna orkuveitumálið.... og þetta með KB-banka og vextina...