Hugi Þórðarson

Piparkaka?

Ég sat í eldhúsinu hjá bauninni í fyrrakvöld og horfði á hana hnoða deig í piparkökur. Við kjaftagang okkar kviknaði hugmynd - mögnuð hugmynd, snargalin hugmynd, algjörlega fortakslaus firra og jafnvel guðleysi. Við fórum að ræða bakstur á óhefðbundnum piparkökum með hinum skringilegustu innihaldsefnum.

Ég hrinti þessu í framkvæmd í gær og hér fyrir neðan má sjá fyrstu tilraunakökuna. Þetta gæti við fyrstu sýn virst vera hefðbundin piparkaka með skelfilegan smitsjúkdóm - en hún inniheldur stóra bita af ferskum engifer, ferskan kóríander, kúmín, fersk chili-aldin, cayenne-pipar og ýmislegt fleira. Kýlið í deiginu er perubiti sem var pakkað inn í kökuna fyrir baksturinn.

Það er kraftur í þessum kökum og þær bragðast bara hreint ekki jafn hræðilega og ég átti von á. Ég ætla að baka úr restinni af deginu á morgun - og hugmyndir óskast að fleiri viðbótum við uppskriftina.

{macro:km:picture id="1000498"}