Hugi Þórðarson

Nú er úti veður vont

Fyrirsögn kvöldsins á mbl er ansi skemmtileg: Þök fjúka og veður er slæmt. Mjög rökrétt, mun rökréttara en t.d. "Þök fjúka - veður ágætt".

En - ég elska svona veður. Það minnir mig á heimaslóðirnar. Eins og minningarnar eru frá pjakksárunum heima í Neskaupstað, þá var alltaf annaðhvort fullkomlega algjörlega snarbrjálað veður þar sem hús grófust undir 18 metra jafnföllnum snjó og fólk fauk öskrandi út í hafsauga - eða brakandi sólskin, logn og hiti. Aldrei þetta gráa, dauða "ekkert veður" sem er svo voðalega vinsælt í Reykjavík.

Og einmitt núna er þægileg stemning á Hagamel. Náttföt, djass, jólaseríur, piparkökur í ofninum, kertaljós og rigningarbarningur á gluggunum. Næstum því fullkomið - aðeins eitt sem vantar...