Hugi Þórðarson

Heppinn...

Ég fór í badminton í gærkvöldi. Það var í oddalotu að ég tók undir mig stökk og sveiflaði handleggnum tignarlega til að taka stórkostlegasta sigursmass lífs míns - en það fór ekki betur en svo að ég missti spaðann og henti honum í tannlækninn minn sem var að spila á næsta velli.

Og ég á pantaðan tíma hjá honum á miðvikudaginn. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé að pússa stóra borinn sinn með sljóa oddinum núna.