Hugi Þórðarson

Best að byrja á byrjuninni

Ég kann ekki að búa til piparkökuhús - mig skortir grundvallarþekkingu á deigarkitektúr og veit ekki baun í bala um burðarþol piparkökudeigs. Ég ákvað því að fylgja þróun mannkyns í þessum málum og bakaði í kvöld fyrsta piparkökuhellinn.

Ég veit að hann gæti virst ljótur á myndinni, en ég sver að hann er mun ljótari í raunveruleikanum (þótt ég sé nokkuð ánægður með jólaseríuna ofan við hellisopið).

{macro:km:picture id="1000502"}

Held að píramídarnir séu ágætt næsta verkefni.