Hugi Þórðarson

Himnarnir hrynja

Ég var að fá mér kaffibolla áðan þegar ég uppgötvaði fyrir tilviljun að Tunglið mun rifna af himinfestingunni og hrapa til Jarðar á ógnarhraða eftir tæplega 12 klukkustundir og 33 mínútur.

Þessu mun fylgja fúkkalykt, áliðnaður, framsóknarmennska, dvergvöxtur, vítiseldur og aðrar plágur sem munu að líkindum samstundis útrýma öllu kviku á jörðinni, svo ég legg til að þið notið þennan tíma til að borða feitmeti og stunda frjálsar ástir. Það ætla ég að gera.