Hugi Þórðarson

Snjór, sviti og hár

Ég þurfti að losa um áður óþekkt magn af uppsafnaðri orku þegar ég kom heim úr vinnunni áðan, svo ég dró fram snjóskófluna, spýtti í lófana* - og mokaði svo stéttina umhverfis Hagamelskastalann af hvílíkri biblíulegri innlifun að nágranni minn hélt að ég væri snjóblásari. Nú geta sundgestir (og jújú, aðrir líka) ferðast þurrum fótum frá Hagamel að Hofsvallagötu, húrra fyrir mér o.s.frv.

En svitinn maður... Held ég þurfi að henda fötunum mínum. Og ég sé ekki fram á að verða nokkurntíman þurr aftur.

{macro:km:picture id="1000506"}

* Hvers vegna í ósköpunum á maður að spýta í lófana á sér ef maður ætlar að drífa í hlutunum? Mér finnst það bæði dónalegt og óþrifalegt. Sýkingarhætta. Berklar. Heimsendir.