Hugi Þórðarson

Vísindaskáld

Ég lá í makindum um daginn og horfði með öðru auganu á gömlu góðu Innrásina frá Mars þegar skyndilega, fyrirvaralaust og algjörlega óumbeðið var rifjaður upp fyrir mér löngu gleymdur hluti af bernskuárunum: Þrífætlingarnir.

Ég lagðist í smá gúgleringar og auðvitað eru þættirnir allir til á þessu "Interneti". Og bækurnar um þrífætlingana eru komnar í körfuna mína á Amazon (ásamt alltof, alltof mörgu öðru). Nú er mig farið að klæja alvarlega í "order"-fingurinn.

Þrífætlingarnir: 1. þáttur, 1. hluti
Þrífætlingarnir: 1. þáttur, 2. hluti
Þrífætlingarnir: 1. þáttur, 3. hluti

Gleði...