Hugi Þórðarson

Oh joy...

Mér var að gefast frábært tækifæri til að hjóla í vinnuna í nokkra daga!

{macro:km:picture id="1000509"}

Bíllinn s.s. á leiðinni á verkstæði á morgun - í loftfjaðraskipti. Og miðað við áætlað verð virðist sem svo að Range Rover loftfjaðrir séu búnar til úr trufflum og kvikmyndastjörnum, og pakkningarnar úr hafmeyjarhári. Skil ekkert hvað ég gerði við öll þessi peningafjöll áður en ég eignaðist andsetinn breskan bíl - og samt elska ég hann ennþá. Furðulegt.