Hugi Þórðarson

Banaslys

Ég olli dauðsfalli í umferðinni í gær. Málið liggur nokkuð beint við, það voru fjöldamörg vitni að atburðinum sem sáu að ég var á löglegum hraða, og að fórnarlambið - nývaknað og þreytulegt - sá mig einfaldlega ekki og flaug beint í veg fyrir mig. Lögreglan hefur samt girt vettvanginn af og rannsakar nú aðstæður ásamt fulltrúa frá Rannsóknarnefnd Fluguslysa.

Fórnarlambið lætur eftir sig 10.000 eiginmenn, 15.000 börn og 193.657 barnabörn.

{macro:km:picture id="1000511"}