Hugi Þórðarson

Berlín

Mér er sagt að ég sé að fara til Berlínar í næstu viku. Húrra!

Hvað gerir maður í Berlín? Á Ítalíu borðar maður góðan mat og í Frakklandi verður maður ástfanginn - en ég veit ekkert hvað maður á að gera í Þýskalandi. Vera stundvís? Hanna örugga bíla?

Kunnugir segja mér að það sé geggjað stuð að kveikja í þinghúsinu, hrifsa völdin, stofna fasistaríki og ráðast inn í Pólland - en ég hef ekki nema fjóra daga svo ég verð að geyma það þangað til næst.

Hilfe!