Hugi Þórðarson

Glærs on the vef

Ég hélt stuttan fyrirlestur á ráðstefnu Sjá og Marimo um rafræna stjórnsýslu í gær. Fyrirlesturinn bar titilinn "Raunnotkun ríkisgagna" og var alveg jafn spennandi og nafnið gefur til kynna, - löggan þurfti hreinlega að mæta í óeirðagallanum með GAS! til að róa æstan og sveittan múginn sem reif sig úr fötunum og dansaði uppá borðum í trans-líku ástandi meðan það drakk í sig fróðleikinn.

Glærurnar eru komnar á vefinn - en ég mæli muuun frekar með fyrirlestrinum hans Ara frá Marimo, virkilega gott efni! Alltaf gaman að hlusta á greint fólk með góðar hugmyndir, skrúfar frá sköpunarsafanum...