Hugi Þórðarson

Spaugilegt með afbrigðum

Ég er ekki mikið fyrir grín og gaman, en þetta myndband er bara ansi hressandi. Eiginlega svo hressandi að að ef ég hefði legvatn væri ég búinn að missa það - hláturtárin eru búin að vera að drjúpa af hökunni á mér síðastliðinn klukkutíma svo það er kominn pollur á borðið.

Eða hugsanlega er ég bara búinn að drekka of mikið kaffi í dag... Altént - herrar mínir og frúr: Santana!

{macro:km:youtube video="2BrLEuzVCVQ"}

Tengdu myndböndin eru líka snilld - mæli með Clapton.