Hugi Þórðarson

Nýr

Við vorum að ráða nýjan forritara til Umferðarstofu og hann byrjar fljótlega. Við Logi erum bara tveir á staðnum, snarsteiktir í hausnum (allir aðrir í fríi) og erum að velta fyrir okkur hvað við getum gert til að bjóða hann velkominn. Hugmyndir eru t.d. að...

...fá einhverja af sætu stelpunum sem vinna með okkur til að heimsækja hann í hvítum sloppi og biðja um þvagsýni. Þar sem það sé miðvikudagur (lyfjaprófadagur).

...vera naktir þegar hann mætir og hlæja að honum fyrir að "forrita í fötum". Eins og í gamla daga.

Jamm. Hvernig hræðir maður nýtt starfsfólk?