Hugi Þórðarson

Spurningar til stjórnvalda

Undanfarið hefur átt sér stað mikil og þörf umræða í samfélaginu um hlutverk Seðlabankans og stoðir íslensks hagkerfis - og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort að ef peningakerfi byggð á gullforða eru með "gullfót", stendur þá íslenska hagkerfið á lambalæri? Og ef maður rakaði hárið af Davíð, mundi hann missa kraftana?

Hvað? Maður getur alveg eins spurt þessara spurninga eins og annarra - svörin við þeim eru væntanlega álíka gáfuleg og svörin sem stjórnvöld gefa við raunverulegum spurningum.