Hugi Þórðarson

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Nú ætla Sjálfstæðismenn að fara að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort þeir vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu sem eiga svo að enda með þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ætlum að ganga í Evrópusambandið.

Mér finnst nú algjör óþarfi að flana svona áfram á fullri ferð. Það þarf auðvitað líka að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við ætlum yfir höfuð að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur.

Agalega stressaðir þessir sjálfstæðismenn.