Hugi Þórðarson

Extreme wakeupping

Slæmhugmynd: Að geyma sneisafullt vatnsglas á nátthillunni fyrir ofan rúmið sitt.

Afburðaslæmhugmynd: Að stilla því upp við hliðina á 220 volta útvarpsvekjaranum.

En svo maður líti á björtu hliðarnar, þá kann ég núna alveg frábæra aðferð til að rífa mig frammúr á mánudagsmorgnum. Það jafnast ekkert á við hressandi ískalda vatnsgusu og gott raflost til að koma sér í gang í morgunsárið.