Hugi Þórðarson

Af gefnu tilefni

Bara ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því - aðeins starfslokasamningur Bjarna Ármannssonar við Glitni einn og sér kostaði þjóðina tæpan milljarð. Og það er bara það sem hann stakk í vasann rétt á leiðinni út úr bankanum.

Ég er almennt ekki mikið fyrir hengingar og gapastokka, en mér finnst það ekki spaugilegt þegar hvítflibbaþjófarnir ætla sér að komast upp með kattarþvott í Kastljósinu. Ekki spaugilegt.