Hugi Þórðarson

Ritskoðun er töff

Ég var rétt áðan að lesa grein á mbl.is með titilinn "Björgólfur Thor talinn 29. ríkasti maður Bretlands". Þar kom fram að eignir hans við upphaf síðasta árs námu 2011 milljónum punda - 360 milljörðum íslenskra króna eða um 14.400.000 ærgildum.

Þetta er náttúrulega stærsta PR-slys sem hefur orðið síðan Berliner Zeitung birti fréttina "Göbbels er lítill og ljótur" og einhver Björgólfsfeðginn hefur væntanlega fengið heilablóðfall þegar hann sá þetta, því fréttin hreinlega gufaði upp fyrir framan augun á mér meðan ég var að lesa hana.

Alltaf gaman að fylgjast með fjórða valdinu að störfum. Ætli Baggalútur sé ekki áreiðanlegasti íslenski fjölmiðillinn í dag?