Hugi Þórðarson

Árstíðabundið mataræði Íslendinga

Ritstjórn karlmenn.is biðst velvirðingar á niðritíma vefsins undanfarinn sólarhring. Kerfisstjórinn hefur verið aflífaður og viðeigandi bölvun lögð á fjölskyldu hans næstu sjö kynslóðir.

Gaman að sjá hvernig mataræði íslendinga þróast yfir hátíðarnar. Hér er fjöldi heimsókna á uppskriftavefinn í desember eftir leitarorðunum sem lokkuðu fólk inn - aðfangadagur er sýndur með gulum lit, gamlársdagur með grænum.

Ég nennti ekki að taka saman fleiri leitarorð, en í tölfræðinni er að finna tæmandi yfirlit yfir allan matinn sem er núna að teppa í okkur meltingarfærin af því að við borðuðum engar trefjar - og sem við erum öll komin með innilega einlægan andbjóð á þar til á næstu jólum.

„Ris á la mande“

{macro:km:picture id="1000559"}

„Möndlugrautur“

{macro:km:picture id="1000560"}

„Kalkúnafylling“

{macro:km:picture id="1000558"}

Og svo er það bara kreppumöl og moldarsósa næstu mánuðina. Kemur a.m.k. ekki mikið á óvart að leitarorðið "fiskibollur" er hástökkvari mánaðarins eftir ótrúlega lítinn fiskibolluáhuga á milli jóla og nýárs.

„Fiskibollur“

{macro:km:picture id="1000561"}