Hugi Þórðarson

Hneisa

Ég var að hlusta á "Gettu Betur" í útvarpinu á leiðinni upp í skóla áðan. Maður vissi náttúrulega að ástandið í þjóðfélaginu væri orðið slæmt - en þegar rjóminn af íslenskum framhaldsskólanemum getur ekki svarað spurningunni "Undir hvaða nafni var Vladimir Ilyich Ulyanov þekktur"...?

Það er nokkuð ljóst að þegar byltingunni lýkur liggur fyrir mikið starf við að endurmennta æskuna í landinu.