Hugi Þórðarson

Tímaflakk

Fór á fyrstu æfinguna með skólakór FÍH í kvöld og mér reiknast svo til að ég sé u.þ.b. jafngamall öllum hinum meðlimunum. Samanlagt. En alveg ruglskemmtilegt samt - eins og að vera troðið inn í tímavél og vera aftur orðinn 17 ára og kominn á æfingu í MH-kórnum. Vægast sagt undarleg tilfinning.

Ég er að íhuga að fá mér vestispeysu, tvídjakka og pípu og segja krökkunum að kalla mig "Afa". Ég get þá gefið þeim pralín-brjóstsykur og heilræði um lífið og tilveruna og svona - og þegar ég dey verður hengd upp lítil mynd í FÍH af "Afa", gamla góðlundaða kallinum sem var alltaf á röltinu um skólann og enginn veit hvað hét...

Já, ég held ég geri það.