Hugi Þórðarson

Góðviðrispuð

Veðrið í dag var betra en veður er oftast, nema stundum, þegar það er betra. Ég mæli samt frekar með skíðum en skóm í fjallgönguna - þegar ég var búinn að puða við að klofa metersdjúpan snjó í rúman hálftíma, þá var ég orðinn mjög orðljótur, reiður út í snjó almennt og farinn að íhuga sterklega að grafa mig bara í fönn og klára gönguna seinna.

Tók myndina í blankalogni og algjörri kyrrð.

{macro:km:picture id="1000562"}