Hugi Þórðarson

Viltu styrkja háskóla?

Bara rétt að minna á að ef þú skráir þig úr þjóðkirkjunni - og utan trúfélaga - þá renna sóknargjöldin sem þú greiðir (yfir 10.000 krónur á ári) óskipt til Háskóla Íslands. Og Háskólinn þarf allsvakalega á fjármagni að halda núna.

Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út eitt eyðublað og skila niður í Þjóðskrá í Borgartúninu.

Ég gerði þetta fyrir nokkrum árum og er ekki enn orðinn að saltstólpa, svo þetta virðist vera óhætt.