Hugi Þórðarson

Þjóðkórinn

Síðasti söngvarinn til að skrá sig er fúlegg. Við vorum líklega um 70 á laugardaginn, en hvernig væri nú að smala saman í þúsundamanna raddaðan dómsdagskór og blasta þingið út í hafsauga með þjóðsöngnum?

Ég er ekki að tala líkingamál.

Draumakórinn væri auðvitað samsettur úr svona 10.000 manns - mannýgum eldspúandi sóprönum, blóðþyrstum vígtenntum öltum, tenórum sem eru hálfir menn og hálfir skógarbirnir og geta gleypt þingmann í einum bita - og loðnum þriggja metra háum fljúgandi sprengjuvörpubössum sem ná niður á áður óþekktar nótur eins og "J" og "Ö".

Mér finnst það alls ekki óraunhæft.