Hugi Þórðarson

Evrópulöggjöf

Allir Betri Íslendingar hafa myndað sér skoðun á Evrópusambandinu og hvort við ættum að skella okkur þangað inn. Flestir vita að vísu ekki hvað Evrópusambandið er, hvað það gerir, hverjir eru í því, hverju við töpum, hvað við græðum - sumir vita jafnvel ekki HVAR það er - en, hafa engu að síður mjög sterka skoðun á því.

Það er aðeins eitt í heiminum leiðinlegra en Halldór Blöndal, og það er að mynda sér óupplýsta skoðun, svo í gær, liggjandi á sístækkandi horbunka í rúminu, ákvað ég að hressa aðeins upp á tilveruna, bæta úr eigin þekkingarleysi og byrja að kynna mér Evrópusambandið fyrir alvöru.

Í barnslegu sakleysi mínu taldi ég að greindarlegasti byrjunarpunkturinn á ferðalagi um stjórnhætti ríkis eða ríkjasambands væri að lesa "stjórnarskrána", svo ég sótti Lisbon-sáttmálann og byrjaði að lesa.

9) Article 7 shall be amended as follows:

b) at the end of the first sentence of the first subparagraph of paragraph 1, the words ‘and address appropriate recommendations to that State’ shall be deleted; at the end of the last sentence, the words ‘and, acting in accordance with the same procedure, may call on independent persons to submit within a reasonable time limit a report on the situation in the Member State in question’ shall be replaced by ‘and may address recommendations to it, acting in accordance with the same procedure.’;

Sæll. Halldór Blöndal er í alveg stórhættu með fyrsta sætið. Íslensk lög eru eins og myndaskrítlur við hliðina á þessu.