Hugi Þórðarson

Úff...

Fréttamaður: Segðu mér Tryggvi, komust þið að einhverri niðurstöðu í IceSave-málinu í dag?
Tryggvi Þór Herbertsson: Nei, við vorum á þessum fundi að ræða lánamál ríkissjóðs almennt, ekki einstaka samninga bla bla bla bla...

Þetta var ekki í fréttunum. Þetta er það sem mig dreymdi í nótt. Og mig langar núna vinsamlegast að biðja meðlimi þingflokks Sjálfstæðisflokksins að halda sig *frá* draumunum mínum, takk kærlega, ég er mjög sáttur við mínar hefðbundnu draumfarir um strandpartý á nektarnýlendum.