Hugi Þórðarson

Tryggingasölumenn

Röddin í símanum: Sæll Hugi, Sigurður heiti ég hjá Alþjóðatryggingafélaginu.

Hugi (hastur): Einmitt það já. Ertu að selja eitthvað?

*smá þögn*

Röddin í símanum (vandræðaleg): Ehm, nei, ég er, hérna, ekki að selja neitt. Mig vantar upplýsingar um samtengingu tölvukerfa - er þetta ekki tölvudeild Umferðarstofu?

*Hugi lítur í kringum sig. Úps. Ég er í vinnunni*

Hugi: ... ... ... ég ekki þekkja neinn Hugi, ekki tala íslenska, bara skúra gólf, þú hringja aftur seinna *skell - dút dút dút*

(Nöfnum breytt til að vernda hina saklausu. Og símtalið endaði e.t.v. ekki nákvæmlega svona - en það var svona sem mig langaði að enda það)