Hugi Þórðarson

Fönk

Magnað hvað allur niðurskurður verður hrikalega miklu skemmtilegri ef maður blastar Stevie Wonder á meðan á honum stendur. Stjórnvöld ættu tvímælalaust að gera út sérstakar fönksveitir til að ryðjast inn í stofnanir og fyrirtæki og fönka þjóðina í druslur. Ég skal með mikilli ánægju taka að mér að gerast sérstakur fönkfulltrúi í diskónefnd Fönkmálaráðs Íslands.

Getum nýtt eitthvað af mannaflinu í gagnslausu ríkisstofnununum í þetta - kennum t.d. sérsveitinni á bongótrommur. Ódýrari útbúnaður en þeir eru með í dag og mér finnst "Bongótrommusveit ríkislögreglustjóra" alveg heillandi hugmynd.

Úff, hvað ég fæ áberandi bestu hugmyndirnar á morgnana.