Hugi Þórðarson

Símsvari

Ég er búinn að vera að skoða ákveðið mál í nokkra daga og held að ég geti núna loksins, eftir tugi rannsókna, hundruðir símtala, þúsundir kannana og margþætta fimmvíða gagnaúrvinnslu með gagnþverri skammrænni þelunarformúlun fullyrt að Umferðarstofa er með leiðinlegasta símsvara í heiminum.

Ef þú hringir í Umferðarstofu færðu að njóta þess að hlusta á það sem ég held að sé hvalur að syngja við undirleik nýaldartónlistar.

Það þarf að bæta úr þessu. Hið snarasta. Og ég er með nokkrar hugmyndir.