Hugi Þórðarson

Vetur

Aaaah, loksins fer veturinn að koma. Uppgötvaði þetta þegar ég frysti af mér eyrun á hjólinu á leiðinni í vinnuna í morgun.

Veturinn er ein af fjórum uppáhalds árstíðunum mínum. Jújú, það fylgja honum vissulega alltaf kuldi og snjóflóð og jólalög - en - hann er líka árstími steikarsamlokunnar og það bætir upp allt ruglið. Og ég held að það sé orðið tímabært að taka smá forskot á sæluna.

{macro:km:picture id="1000598"}