Hugi Þórðarson

Endurtekið efni

Einhver minna fjölmörgu aðdáenda er byrjaður að taka gamlar færslur eftir mig og birta í eigin nafni. Mjög virðingarvert framtak hjá stúlkunni og vel að verki staðið - hún leggur t.d. í heilmikla erfiða og leiðinlega vinnu við að yfirfara skrifin og lagfæra orðalagið svo það falli að kvenkyns höfundi. Og útkoman er alveg bráðskemmtileg. Ég sé strax að ég hefði orðið fyrirtaks kvenmaður.

En þetta er í þriðja skiptið sem einhver leitar hingað eftir innblæstri og endar með því að endurskrifa vefinn minn orðrétt. Og ég botna ekkert í þessu, þessir snillingar gætu endurskrifað texta eftir hvern sem er - t.d. Plató eða Sókrates eða Astrid Lindgren - en kjósa frekar að skrifa um mig og nærbuxurnar mínar.