Hugi Þórðarson

Skipulagsbreytingar

Ágætu Íslendingar, útlendingar, millilendingar og aðrir lesendur í uppsveitum, innsveitum og lúðrasveitum nær og fjær.

Tenglum á aðra vefi (hér að neðan til vinstri) er nú raðað eftir tímasetningu síðustu uppfærslu. Einnig er hægt að músa yfir nafn vefsins og sjá þá dagsetningu og titil nýjustu færslu á þeim vef.

Þetta er hluti af jarðvegsvinnunni fyrir yfirvofandi útlitsyfirhalningu hér, en að henni lokinni geri ég ráð fyrir að þessi vefur verði svolítið fallegri. Eða a.m.k. ekki lengur svo útlitslega skertur að maður deyi pínu í hvert skipti sem maður les hann. Ef þú ert sérstakur aðdándi grænna kassa, þá er tilvalið að kyssa þá bless núna - þeir eru að fara til kassahimnaríkis og koma aldrei aftur.

Ég þakka áheyrnina, og ég þakka heyrnina því án hennar mundi ég ekkert heyra, amen halelúja og góða helgi.