Hugi Þórðarson

Franska

Ég hrökk upp af draumi í nótt, algjörlega sannfærður um að ég kynni frönsku. Ég var samt ekki alveg viss, svo ég sagði nokkrar setningar við sjálfan mig í lágum hljóðum - og viti menn - það streymdi fram af vörum mér svona líka gullfalleg reiprennandi háfranska. Ég brosti í kampinn, muldraði eitthvað um að ég væri alltaf að koma mér á óvart, sagði kurteislega "bonsoir" og lokaði augunum aftur.

Framvegis verður geymt upptökutæki við hliðina á rúminu. Ég er mjög forvitinn um hvernig "franskan" mín hljómar.