Flokkar

Frönsk kjötsúpa

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. nóvember 2006.

Innihald

  • 400g nautakjöt, skorið í 1-3cm teninga
  • 2msk matarolía
  • 1 laukur
  • 1 búnt steinselja
  • 2msk tómatmauk
  • 2dl rauðvín
  • 8dl kjötsoð
  • 2 gulrætur
  • 4 meðalstórar kartöflur
  • 1 blaðlaukur
  • 100g sveppir
  • 3 sneiðar beikon
  • 1tsk timian
  • salt og svartur pipar
  • 2 lárviðarlauf

Aðferð

  1. Steikja laukinn í olíunni þar til hann er orðinn glær (ekki brúna hann)
  2. Brúna kjötið á heitri pönnu.
  3. Saxa steinseljuna, gulræturnar, púrruna og afhýddar kartöflurnar
  4. Blanda í öflugan pott öllu nema sveppunum
  5. Sjóða allt það heila í um eina klst., smakka til með salti og pipar (og jafnvel auka rauðvíni). Sveppina má setja út í þegar svona 20 mínútur eru eftir af suðutímanum.

Umsagnir

Engar umsagnir